RSS-fréttaveitur gera notendum kleift að fylgjast með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali. Nýjustu fréttum og öðru vefefni er safnað saman og birtar í svokölluðum RSS-lesara sem sparar notandanum endurteknar heimsóknir á hverja vefsíðu.
Veiturnar kallast RSS, sem er samheiti yfir nokkra XML-staðla sem lýsa fréttatengdu efni svo hægt sé að miðla því úr upplýsingaveitum á staðlaðan hátt. Ekki eru allir sammála um fyrir hvað skammstöfunin RSS stendur en flestir segja hana þó standa fyrir Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun.
Til að skoða RSS-fréttalista þarf að nota sérstök forrit, svokallaða RSS-lesara (RSS Reader). RSS-lesarar eru ekki ósvipaðir tölvupóstforritum sem sækja nýjasta efni á vefsíður sem settar hafa verið í áskrift. Suma RSS-lesara þarf að hala niður af netinu og setja upp á viðkomandi tölvu, meðan aðrir eru á netinu og því hægt að nota þá í hvaða tölvu sem er.
Þegar RSS-lesari hefur verið valinn er hann notaður til að gerast áskrifandi að því efni sem óskað er eftir. Á vefjum sem birta fréttaefni þar á meðal á vef Landsbankans má sjá appelsínugulan hnapp við fréttalista (RSS-hnapp). Til að gerast áskrifandi þarf aðeins að smella á RSS-hnappinn og fæst þá aðgangur að RSS-veitunni.
Í nýjustu útgáfum helstu vafra er sérstakur RSS-stuðningur sem gerir notandanum kleift að gerast áskrifandi að fréttalistanum beint úr vafranum. Í eldri vöfrum þarf að afrita (copy) slóðina að RSS-veitunni og líma (paste) hana inn í lesara að eigin vali.
Fréttir og tilkynningar
Samfélagið
Efnahagsmál
Fjárhagur
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.