Þjónustan

Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans

Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans sinnir þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja í öllum atvinnugreinum. 

Fyrirtækjaþjónusta í Fyrirtækjamiðstöðinni í Borgartúni í Reykjavík og í útibúum Landsbankans um allt land hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla þekkingu á fjármálaþjónustu.

Sérhæfð þekking

Hjá Landsbankanum starfa öflugir hópar sérfræðinga sem sérhæfa sig í að koma til móts við þarfir stærri fyrirtækja á mismunandi sviðum efnahagslífsins. 

Nýsköpun

Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans aðstoðar fyrirtæki á öllum vaxtarskeiðum með alla almenna bankaþjónustu. Landsbankinn veitir árlega veglega nýsköpunarstyrki, stendur að nýsköpunarviðburðinum Iceland Innovation UnConference og er einn af bakhjörlum Gulleggsins.

Húsfélagaþjónusta

Húsfélagaþjónusta Landsbankans er þægileg greiðslu- og innheimtuþjónusta sem sparar bæði tíma og peninga. Umsýsla við fjármálin verður einfaldari og góð yfirsýn fæst yfir stöðuna í netbanka fyrirtækja.