Í öllum viðskiptum skipta þekking og góð samskipti höfuðmáli. Landsbankinn vill vera hreyfiafl í atvinnulífinu og leggur áherslu á að veita fyrirtækjum um land allt bestu fjármálaþjónustu sem völ er á. Í Fyrirtækjaþjónustu Landsbankans geta stærstu fyrirtæki landsins jafnt sem þau smæstu treyst á viðamikla sérfræðiráðgjöf og greiðan aðgang að alhliða fjármálaþjónustu.
Panta ráðgjöf
Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla og góða þekkingu á fjármálaþjónustu við fyrirtæki.
Í netbanka fyrirtækja er boðið upp á sjálfvirkar og öflugar lausnir í rafrænum viðskiptum sem hentar öllum nútíma fyrirtækjum.
B2B er samskiptagátt milli bóhaldskerfa fyrirtækja og bankans, sem hentar jafnt stórum og litlum fyrirtækjum.
Fyrirtækjaþjónustan leggur áherslu á hraða þjónustu og samkeppnishæf kjör í fjárveitingu til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri.
Fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri bjóðast ýmsar leiðir til að ávaxta fjármuni sína.
Öflugir hópar sérfræðinga veita fyrirtækjum í mismunandi atvinnugreinum efnahagslífsins sérhæfða þjónustu.
Landsbankinn veitir fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri sérþjónustu á sviði gjaldeyrisviðskipta.
Kortalausnir einfalda innkaup og umsýslu reikninga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þannig má öðlast betri yfirsýn, hagræði í rekstri eykst og kostnaðarvitund starfsmanna verður meiri.
Sérsniðin eignastýring fyrir lögaðila þar með talið fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði.
Sjálfstæð ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir varðandi kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga, ásamt umsjón með hlutafjárútboðum, skráningu hlutafjár í kauphöll.
Landsbankinn veitir fyrirtækjum upplýsingar um skyldur launagreiðenda í sambandi við lífeyrissparnað.
Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans aðstoðar fyrirtæki á öllum vaxtarskeiðum með alla bankaþjónustu.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál