Fréttir

28. desember 2017 16:35

Áætlun Landsbankans hf. um fjármögnun á markaði árið 2018

Landsbankinn hefur birt áætlun um fjármögnun á markaði fyrir árið 2018.

Stefnt er að mánaðarlegum útboðum sértryggðra skuldabréfa sem tilkynnt verða í fréttaveitu Nasdaq Iceland eigi síðar en með dagsfyrirvara. Áætlað er að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir 35-40 ma.kr. á árinu. Áætlunin gerir ráð fyrir að nafnverð útgefinna sértryggðra skuldabréfa nemi 108-113 ma.kr. í árslok 2018.

Víxlaútboð munu að jafnaði fara fram einu sinni í mánuði þar sem nýir flokkar auk viðbótar við þegar útgefna flokka verða boðnir til sölu. Heildarfjárhæð víxlaútgáfu á árinu mun ráðast af markaðsaðstæðum.

Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á útgáfuáætlun ársins 2018 án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar þar um.

Nánar um útgáfuáætlunina

 

22. janúar 2018 10:59

Arnheiður Klausen Gísladóttir nýr forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar

Arnheiður Klausen Gísladóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans í Borgartúni í Reykjavík.


Nánar

22. janúar 2018 09:02

Vikubyrjun 22. janúar 2018

Alls fóru 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð 2017. Aukningin milli ára var 24%, sem er nokkuð minna en 2016 þegar erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fjölgaði um 40% milli ára.


Nánar

19. janúar 2018 08:41

Hagsjá: Sumarhúsamarkaðurinn á Íslandi – verð hækkar og viðskiptum fjölgar

Verð á sumarhúsum hefur farið hækkandi síðustu ár. Frá árinu 2010 hefur verðþróun sumarhúsa verið stöðug upp á við á Suðurlandi. Verðhækkunin var rúm 50% frá 2010 til 2017, þar af 16% milli 2016 og 2017.


Nánar