Sparaðu fyrir útborgun

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Fyrsta skrefið að íbúðarkaupum

  Flest þurfum við að spara í einhvern tíma áður en við getum keypt fyrstu fasteignina. Stundum er það mikilvægasta sem við gerum einfaldlega að taka ákvörðun um að byrja að spara. Það tekur alltaf tíma að ná markmiðum sínum, en því fyrr sem við byrjum, því fyrr komumst við á leiðarenda. Fyrsta skrefið er að setjast niður, áætla þarfir sínar, hvernig ætlunin er að ná markmiðunum og hve langan tíma það mun taka.

   

  Sparaðu fyrir útborgun í íbúð

  Umfjöllun á Umræðunni

  Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, fjallar um álitamál varðandi kaup á fasteign í stuttum en fróðlegum pistlum á umræðuvef Landsbankans.

  Besta leiðin til að spara fyrir útborgun í fyrstu íbúð

  Nú gefst þeim sem vilja eignast sína fyrstu íbúð tækifæri til að nýta greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað sem útborgun við íbúðarkaup. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda sem þú getur einnig notað upp í útborgun.

  Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

  Reiknaðu út hve mikið þú getur sparað í útborgun

  Mánaðarlaun fyrir skatt
  Þitt framlag í viðbótarlífeyrissparnað
  Sparnaðartími í árum
  Reglubundinn sparnaður á mánuði
  Eftir 10 ár gætir þú átt 2.520.000 kr.
  Reiknivélin miðar við forsendur fyrir einstakling og er til viðmiðunar. Í útreikningum er miðað við 3,5% ávöxtun á reglubundnum sparnaði en ekki er tekið tillit til ávöxtunar á viðbótarlífeyrissparnaði.

  Reglubundinn sparnaður færir þig hraðar að markinu

  Með því að leggja reglulega fyrir, til viðbótar við viðbótarlífeyrissparnað, myndast samlegðaráhrif sem geta stytt tímann umtalsvert sem það tekur að safna fyrir íbúð. Landsbankinn býður fjölbreytta sparnaðarmöguleika, sparnaðarreikninga og sjóði til lengri og skemmri tíma, allt eftir því hver markmiðin eru.

  Myndin hér að neðan sýnir hvernig sparnaður byggist upp ef bæði er nýttur skattfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður og reglubundinn sparnaður til að safna fyrir útborgun.

  Miðað er við 4% eigið framlag í viðbótarlífeyrissparnað og 2% mótframlag. Miðað er við 3,5% ávöxtun af mánaðarlegum sparnaði. Einstaklingar mega greiða að hámarki 500.000 kr. á ári í skattfrjálsan húsnæðissparnað.

   

  Hvað þarf ég að vita meira um viðbótarlífeyrissparnað og fyrstu kaup?

  • Þú getur safnað viðbótarsparnaði og nýtt hann skattfrjálst til íbúðakaupa eða niðurgreiðslu íbúðalána í allt að tíu ár.
  • Þú getur mest lagt 4% af launum í sparnaðinn og færð þá 2% mótframlag frá vinnuveitandanum þínum.
  • Hámarksupphæð viðbótarlífeyrissparnaðar sem hægt er að safna í útborgun eða niðurgreiðslu íbúðalána er 500.000 kr. á ári fyrir einstakling og 1.000.000 kr. fyrir sambúðarfólk.
  • Heimilt er að nýta þann viðbótarlífeyrissparnað sem safnast hefur frá 1. júlí 2014 en þú getur alltaf byrjað að safna.
  • Þú færð ítarlegri svör á síðunni „Fyrsta fasteign

  Hvaða áhrif hefur viðbótarlífeyrissparnaður á útborguð laun?

  kr.
  0 kr.
  0 kr.
  0 kr.
  0 kr.
  Athugið að viðbótarlífeyrissparnaður er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum við innborgun, en greiddur er tekjuskattur við útborgun og við útgreiðslur má nýta ónýttan persónuafslátt.

  Greiddu inn á íbúðarlánin með viðbótarlífeyrissparnaði

  Þeir sem ekki nýta eða fullnýta þau 10 ár sem heimilt er að safna skattfrjálst fyrir útborgun í íbúð geta þess í stað nýtt viðbótarlífeyrissparnaðinn til að greiða inn á íbúðalán sitt. Þannig myndast mikill ávinningur. Þú nýtur áfram skattfrelsis og mótframlags, sparar vaxtabyrði í framtíðinni og lækkar verðbætur ef lánið er verðtryggt.

  Nánar um íbúðalán

  Fjölbreyttir valkostir í íbúðalánum

  Það skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti í íbúðalánum og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir. Landsbankinn býður hagstæð kjör og lánar allt að 85% af kaupverði fasteignar. Viðskiptavinir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign greiða ekkert lántökugjald við fyrstu kaup.

  Nánar um íbúðalán