Velkomin í viðskipti

Komdu í viðskipti á örfáum mínútum

Í Landsbankaappinu getur þú skráð þig í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum.

Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti svo sem debetkort, sparnaðarreikning og verðbréfaviðskipti.

Ef þú átt ekki möguleika á að nota Landsbankaappið getur þú fyllt út umsóknarform hér á vefnum og ráðgjafi okkar mun hafa samband við þig og bóka fund á þeim tíma sem þér hentar til að fara yfir þjónustu og vörur Landsbankans sem gætu hentað þér.

 

 

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru einföld og örugg leið til innskráningar í netbanka einstaklinga og eru einnig notuð til undirritunar á netinu. Rafræn undirritun hefur sama lagalegt gildi og hefðbundin undirskrift.

Nánar

Landsbankaappið

Með appi Landsbankans geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn og geta svo auðveldlega fengið nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.

Nánar