Handhafi rafrænna skilríkja getur notað þau til að auðkenna sig með öruggum hætti á netinu og til rafrænnar undirritunar
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru einföld og örugg leið til innskráningar í netbanka einstaklinga og eru einnig notuð til undirritunar á netinu. Rafræn undirritun hefur sama lagalegt gildi og hefðbundin undirskrift.
Rafræn skilríki eru vistuð á SIM-kortum í farsímum og eru auðveld í notkun því einungis þarf farsíma og PIN-númer sem notandinn velur sjálfur við virkjun skilríkjanna.
Hægt er að virkja rafræn skilríki í öllum útibúum Landsbankans og er nauðsynlegt að sýna löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini við virkjun þeirra.
Áður en hægt er að gefa út rafræn skilríki þarf að tryggja að SIM-kort uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki.
Hér getur þú kannað hvort SIM-kortið þitt sé klárt fyrir rafræn skilríki. Þú getur slegið inn farsímanúmerið þitt hér fyrir neðan og prófað.
Ef SIM-kortið uppfyllir ekki kröfur fyrir rafræn skilríki getur þú haft samband við símafyrirtæki þitt til að fá nýtt SIM-kort afhent.
Hér getur þú kannað hvort rafræn skilríki eru til staðar á farsímanum þínum. Þú slærð inn farsímanúmerið þitt og prófar. Athugaðu að hafa símann ólæstan. Fylgstu með farsímanum og farðu eftir leiðbeiningunum sem koma á skjáinn.
Ef rafæn skilríki eru ekki til staðar á símanum geturðu virkjað þau í öllum útibúum Landbankans, það sama á við ef þú manst ekki PIN númerið sem valið var við virkjun skilríkja sem eru til staðar.
SIM-kortið þitt styður við rafræn skilríki.
SIM-kortið þitt styður ekki við rafræn skilríki.
Hægt er að fá nýtt kort afhent hjá viðkomandi símafyrirtæki.
Skilríki eru til í grunni.
Skilríki eru ekki til í grunni – Hægt er að virkja rafræn skilríki í öllum útibúum Landsbankans.
Nauðsynlegt er að sýna löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini við virkjun rafrænna skilríkja.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.