Leiðin að eigin húsnæði

Landsbankinn býður leiðir sem hvetja til eignauppbyggingar og bættrar skuldastöðu. Þannig gefst fólki kostur á að nýta skattfrjálsan viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir húsnæði og lækka lán.

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Hvað felst í „Fyrstu fasteign“?

  Með „Fyrstu fasteign“ er átt við stuðning við þá sem hafa í huga eða eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Stuðningurinn gildir fyrir alla þá sem áttu ekki fasteign eða höfðu ekki átt fasteign fyrir 1. júlí 2014. Í stuðningnum felst að einstaklingur getur nýtt viðbótarlífeyrissparnað til söfnunar fyrir útborgun í íbúð eða greitt inn á íbúðarlán. Einstaklingur getur að hámarki nýtt 500 þúsund kr. á ári til 10 ára eða samtals 5 milljónir á því tímabili sem valið er.

  Ath. Þeir sem keyptu fyrsta íbúðarhúsnæði sitt á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hyggjast nýta sér ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán sitt í allt að 10 ár („Fyrsta fasteign“) þurfa að sækja um slíka ráðstöfun í gegnum þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.skattur.is, í síðasta lagi hinn 31. desember 2017.

  Sjá nánar

  Þeir sem áttu fasteign fyrir 1. júlí 2014 geta nýtt viðbótarlífeyrissparnað í 5 ár til 30. júní 2019, sjá „Sparaðu fyrir útborgun“ eða „Lækkaðu lánin“.

  „Fyrsta fasteign“ - Helstu skilyrði

  • Gildir fyrir þá sem áttu ekki fasteign fyrir 1. júlí 2014.
  • Úrræðið gildir í tíu ár samfellt. Umsækjandi velur upphafstíma.
  • Heimilar ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar:
   • sem safnast hefur upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu íbúð.
   • inn á fasteignalán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.
   • til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns, sem tryggt er með veði í húsnæðinu.
  • Viðbótarlífeyrissparnaður sem nýttur er til greiðslu inn á höfuðstól lána og eftir atvikum sem afborgun vegna kaupa á fyrstu íbúð er skattfrjáls.

   

  Sparaðu fyrir útborgun í íbúð

  Tengt efni

  Sparaðu fyrir útborgun í fyrstu íbúð

  Kaup á fyrstu íbúð
  (Upplýsingar á vef ríkisskattstjóra)

  Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

  Dæmi um nýtingu viðbótarlífeyrissparnaðar

  - valfrelsi hvers og eins um það hvenær skattleysið er virkjað

   

  Hámarksfjárhæðir og önnur viðmið

  • Hámarksfjárhæð á ári (12 mánuðir), samtals 500 þús. kr. á einstakling.
  • Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Einstaklingur spari a.m.k. til jafns við framlag launagreiðanda.
  • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til öflunar á fyrstu fasteign.
  • Skráður eignarhlutur rétthafa í fasteign þarf að vera að lámarki 30% af íbúðarhúsnæðinu.
  • Lánshlutfall er allt að 85% ef tekið er íbúðalán hjá Landsbankanum. Ekkert lántökugjald.
  • Veittur er réttur til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst í 10 ár til að greiða niður höfuðstól og afborganir lána sem tekin eru vegna kaupa á fyrstu íbúð.

  Spurt og svarað

  • Hverjir eiga rétt á úrræðinu?
  • Geta þeir sem eru að nýta sér fyrri úrræði líka sótt um þetta?
  • Hvað er hægt að lækka lánin mikið?
  • Verður fólk að eiga sömu fasteign á meðan það nýtir sér úrræðið?
  • Skiptir máli hvers konar lán eru tekin?
  • Skerðast þá séreignarlífeyrisréttindi?