Svar: Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA frá janúar 2016 hækkar iðgjald í lífeyrissjóði í áföngum úr 12% í 15,5%. Iðgjaldið hækkaði um 0,5% 1. júlí 2016, 1,5% 1. júlí 2017 og 1,5% 1. júlí 2018. Samhliða hækkun iðgjalds verður sjóðfélögum boðið að ráðstafa hækkuninni (3,5%), í heild eða hluta, í tilgreinda séreign. Tilgreind séreign er erfanleg líkt og annar séreignarsparnaður.
Svar: Launþegar sem taka laun samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ frá janúar 2016 eiga rétt á tilgreindri séreign. Ef launþegar aðhafast ekkert fer viðbótin þeirra öll í samtryggingarhluta viðkomandi lífeyrissjóðs.
Svar: Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá 67 ára aldri, en unnt verður að taka hana út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs.
Svar: Tilgreindan séreignarsparnað verður ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
Svar: Já, samkvæmt dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 7. júlí 2017, geta sjóðfélagar valið að ráðstafa séreignarhluta skylduiðgjalds (þ. á m. tilgreinda séreign) til þess vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem þeir kjósa.
Svar: Þeir sem greiða lögbundinn lífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins og njóta hærra iðgjalds, þ.e. 14% lögbundins iðgjalds samkvæmt kjarasamningi (verður 15,5% 1. júlí 2018), þurfa ekkert að aðhafast þar sem viðbótin rennur öll til frjálsrar séreignar sem er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.
Svar: Launþegi getur greitt að hámarki 4% eigið framlag af óskattlögðum tekjum. Mótframlag launagreiðanda fer eftir kjarasamningum, er allt að 2% og miðast við 2% framlag launþega.
Svar: Já, viðbótarlífeyrissparnaður er allur laus til útborgunar í eingreiðslu frá 60 ára aldri. Fylla þarf út eyðublað í næsta útibúi Landsbankans eða hafa samband í síma 410 4040 og fá slíkt eyðublað sent heim til undirritunar.
Svar: Við andlát sjóðfélaga fá erfingjar greitt út að fullu úr séreign þar sem ekki þarf lengur að skipta greiðslum niður á nokkur ár. Séreign er hjúskapareign og erfist að fullu skv. erfðalögum. 50% eignar telst hjúskapareign eftirlifandi maka (miðað við hjónaband) og 50% skiptist skv. reglum erfðalaga, maki fær 1/3 og börn 2/3. Til að fá séreign greidda út, þurfa erfingjar að sækja um það skriflega, auk þess að hafa með sér: Yfirlit yfir framvindu skipta.
Svar: Hægt er að óska eftir að greiða framtíðariðgjöld inn á aðra ávöxtunarleið og þarf þá að fylla út eyðublað í næsta útibúi Landsbankans eða hafa samband í síma 410 4040 og fá slíkt eyðublað sent heim til undirritunar. Flutningur milli leiða Íslenska lífeyrissjóðsins eða annarra leiða Landsbankans er framkvæmdur mánaðarlega. Beiðni sem berst fyrir 10. hvers mánaðar er afgreidd 15. þess mánaðar. Heimilt er að flytja inneign á milli ávöxtunarleiða / sjóða Landsbankans tvisvar á ári innan 12 mánaða. Enginn kostnaður er tekinn við flutning milli sjóða Landsbankans.
Útgreiðsla úr sameign: Mánaðarlegur ellilífeyrir er greiddur frá 70 ára aldri til æviloka. Hafi sjóðfélagi valið útgreiðsluleið II, III eða IV hefjast greiðslur úr sameign þó ekki fyrr en greiðslum úr bundinni séreign lýkur. Greiðslur úr frjálsri séreign hefjast í fyrsta lagi við 60 ára aldur. Ef áunnin réttindi til ellilífeyris úr sameign eru minni en 6.298 kr.* á mánuði er heimilt að greiða lífeyri í einu lagi þá upphæð sem svarar til tryggingafræðilegs virðis lífeyrisréttarins.
*Miðað við vísitölu neysluverðs 1. jan. 2011. Upphæð breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Bundin séreign er laus til mánaðarlegra greiðslna frá 70 ára aldri þar til greiðslur úr sameign hefjast. Ef bundin séreign, er lægri en c.a. 1.025.679 kr.** er heimilt að greiða hana út í eingreiðslu eftir 70 ára aldur.
**Miðað við vísitölu neysluverðs 1. jan. 2011. Upphæð breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Verðtryggð eða óverðtryggð lífeyrisbók Hentar vel þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn á einföldu og öruggu sparnaðarformi og forðast sveiflur í ávöxtun.
Fjárvörslureikningur Landsbankans - erlend verðbréf Er fyrir þá sem vilja hafa sinn sparnað í erlendum verðbréfum. Sveiflur geta verið mjög miklar og hentar þetta eingöngu þeim sem eiga langan tíma eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum og þeim sem eru meðvitaðir um að sveiflur geta verið töluverðar.
Íslenski lífeyrissjóðurinn Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar ávöxtunarleiðir fyrir lögbundinn lífeyrissparnað sjóðsfélaga sína. Hver ávöxtunarleið tekur mið af aldri þess sem sparar en saman mynda þær Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins. Velji sjóðsfélagar að ávaxta lífeyrissparnað sinn skv. lífsbraut færast þeir sjálfkrafa á milli leiðanna Líf I, II, III og IV er þeir eldast. Ávöxtunarleiðirnar eiga bæði við lögbundinn lífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað.
Svar: Þetta verður hver og einn að meta út frá sínum forsendum. Ástæða er til að árétta að þrátt fyrir það sem á undan er gengið er hagkvæmt að halda áfram viðbótarlífeyrissparnaði enda greiðir vinnuveitandi 2% mótframlag gegn 2% framlagi sjóðfélaga. Einnig má vekja athygli á því að 4% framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar nemur ekki nema um 2,5% skerðingu á ráðstöfunartekjum. Að sama skapi leiðir 2% framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar ekki til nema um 1,2% skerðingar á ráðstöfunartekjum.
Svar: Viðskiptavinur getur fært viðbótarlífeyrissparnað sinn á milli vörsluaðila. Hann hefur þá samband við nýjan vörsluaðila sem sendir formlega uppsögn á núverandi vörsluaðila.
Svar: Viðbótarlífeyrissparnaður er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum við innborgun, en greiddur er af honum tekjuskattur við útborgun. Iðgjöldum er því skilað óskattlögðum í séreignarsparnað, en þegar að útborgun kemur er sparnaðurinn skattlagður eins og hver önnur laun. Þetta þýðir að greiðslu á tekjuskatti er frestað þangað til útborgun hefst og getur launþeginn þá mögulega hagnast með tvennu móti. Annars vegar ef launþeginn á ónýttan persónuafslátt þegar inneignin er tekin út eða ef tekjuskattur hefur lækkað þegar að úttekt kemur.
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur vegna þeirra vaxtatekna sem launþeginn ávinnur sér á sparnaðartímanum, né eignarskattur af uppsafnaðri eign. Við fráfall er sparnaðurinn greiddur til erfingja og ekki er greiddur erfðafjárskattur. Ekki er greiddur eignarskattur af inneign af viðbótarlífeyrissparnaði.
Svar: Ef orkutap er metið 100% getur viðkomandi fengið frjálsa séreign greidda á sjö árum. Úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.
Svar: Nei, það er valfrjálst hvert viðbótarlífeyrissparnaðurinn er greiddur og taka bæði fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir við viðbótarlífeyrissparnaði.
Nei, slíkt er ekki heimilt. Viðbótarlífeyrissparnaður er ekki aðfararhæfur.
Íslenski lífeyrissjóðurinn er í vörslu Landsbankans. Allir launamenn og þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, geta greitt lögbundið iðgjald til Íslenska lífeyrissjóðsins. Gildir það nema kveðið sé sérstaklega á um skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði í kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör viðkomandi starfsstéttar eða í ráðningarsamningi. Sért þú í vafa ættir þú að leita upplýsinga hjá vinnuveitanda þínum.
Erlendum ríkisborgurum sem fá greidd laun hér á landi er frjálst að greiða viðbótarlífeyrissparnað til Landsbankans eða til Íslenska lífeyrissjóðsins, en sjóðurinn er eins og fyrr segir í vörslu Landsbankans.
Reiknaðu dæmið
Fáðu ráðgjöf
Þeir rétthafar Íslenska Lífeyrissjóðsins sem fylgja útgreiðsluleiðum II, III og IV fá hluta af 12% iðgjaldi sínu ráðstafað í bundna séreign. Bundin séreign tilheyrir eingöngu rétthafa og er erfanleg. Hún er laus til mánaðarlegra útgreiðslna við 70 ára aldur.
Frjáls séreign getur verið tilkomin vegna viðbótarlífeyrissparnaðar eða lögbundins lífeyrissparnaðar. Allt framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar er fært inn sem frjáls séreign. Hluti af lögbundna iðgjaldinu er einnig fært inn sem frjáls séreign og er það breytilegt eftir útgreiðsluleiðum hversu hátt það er. Frjáls séreign er laus til eingreiðslu við 60 ára aldurinn.
Það iðgjald sem lífeyrissjóður reiknar að þurfi til að standa undir lágmarkstryggingarvernd.
Iðgjald sem nemur a.m.k. 12% af iðgjaldsstofni og ákveðið er í sérlögum, kjara- eða ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Hér er átt við lögbundinn lífeyrissparnað en öllum launþegum ber að greiða í lögbundinn lífeyrissjóð. Í flestum tilfellum er framlag launþega 4% og framlag vinnuveitanda 8% af launum.
Tryggingarvernd lífeyrissjóðs kallast lágmarkstryggingarvernd. Lágmarkstryggingarvernd veitir rétt til elli-, örorku-, barna- og makalífeyris. Miðað við 40 ára inngreiðslutíma í lífeyrissjóð tryggir lágmarkstryggingarvernd 56% af meðallaunum í mánaðarlegan ellilífeyri til æviloka.
Þegar talað er um lífeyrissparnað getur það bæði átt við um lögbundinn lífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað. Allir launþegar þurfa að greiða í lögbundinn lífeyrissparnað en viðbótarlífeyrissparnaður er val hvers og eins. Um lífeyrissparnað gilda ákvæði II. kafla lífeyrislaganna.
Sameign er sá hluti framlags þíns sem fer í sameignardeild lífeyrissjóðsins. Hún erfist ekki og er ekki hægt að flytja hana milli lífeyrissjóða. Sameignin tryggir þér ævilangan ellilífeyri sem og maka-, örorku- og barnalífeyri. Hversu hátt hlutfall er greitt til sameignar fer eftir útgreiðsluleiðinni sem er valin.
Sá hluti iðgjalds sem renna skal til séreignarmyndunar þegar lífeyrissjóður skilgreinir hluta lágmarkstryggingarverndar sem séreignarréttindum.
Er það iðgjald sem greitt er umfram lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð.
Sú tryggingarvernd sem er umfram þá lágmarkstryggingarvernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu iðgjalds samkvæmt sérstökum samningi við vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
Þeir aðilar sem heimild hafa skv. 3. mgr. 8. gr. lífeyrislaganna til að stunda starfsemi skv. II. kafla laganna og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd. Þessir aðilar eru lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrirtæki sem starfa skv. 8. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti og hafa starfsstöð hér á landi.
Samþykktir Íslenska lífeyrissjóðsins
Reglur um Viðbótarlífeyrissparnað Landsbankans
Lög um lífeyrissjóði
Gott að vita (Fræðsluvefur um lífeyrismál)
Fjármála- og efnahagsráðuneytið (Efni um lífeyrismál)
Landssamtök lífeyrissjóða
Fjármálaeftirlitið
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.