Skammtímalán


Traustir viðskiptavinir njóta sveigjanleika og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í netbanka einstaklinga eða Landsbankaappinu. Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar.

Ef þörf er á fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í netbankanum er hægt að hafa samband við þjónustuver bankans í síma 410 4000 eða útibú um land allt.

Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að mæta tímabundinni fjárþörf eða fjármagna skammtímasveiflur í útgjöldum heimilisins.

Greiddu niður yfirdráttinn

Viðskiptavinir sem vilja greiða niður yfirdráttinn, í reglubundnu niðurgreiðsluferli, stendur til boða skuldabréfalán með viðráðanlegu niðurgreiðsluferli og á hagstæðum kjörum.

Þinn ávinningur:

  • Hagstæðari vaxtakjör
  • Skammtímaskuldirnar lækka markvisst
  • Vaxtakostnaður lækkar

Viðskiptavinir geta líka lækkað yfirdráttinn með einföldum hætti í netbankanum eftir því sem hentar hverju sinni.

Nánar

Skuldabréf

Hægt er að fá skuldabréfalán verðtryggð eða óverðtryggð. Óverðtryggð lán eru með lánstíma í allt að fimm ár en verðtryggð lán til lengri tíma en 5 ára. Skuldabréf geta verið án ábyrgðar eða með fasteigna eða bifreiðaveði og ráðast kjörin meðal annars af greiðsluhæfi og tegundum trygginga. Viðskiptavinir þurfa að standast lánshæfis- og greiðslugetumat.

Nánar