Önnur tæki


Landsbankinn fjármagnar kaup á nýjum og notuðum hjólum og sleðum. Í boði eru bæði bílalán og bílasamningar. Skilyrði að lántaki sé orðinn 24 ára. Fjármögnun er ekki í boði vegna kaupa á torfæru- eða kappaksturstækjum, eða tækjum sem nota á utanvega.


Óverðtryggðir breytilegir vextir

 • Bílalán og bílasamningar í boði
 • Allt að 70% fjármögnun
 • Hámark samningstími er allt að 7 ár, að frádregnum aldri hjóls/sleða*
 • Vextir nú 8,15% sé lánshlutfall 70-80%**
 • Vextir nú 7,95% sé lánshlutfall undir 70%**
 • Vextir eru auglýstir í vaxtatöflu Landsbankans
 • Jafnar afborganir / jafnar greiðslur
 • Breytilegir og fastir vextir í boði

* Sé hjól/sleði góð söluvara og ástand mjög gott.

** Vildarkjör til Vörðu- og Námufélaga og núverandi skilvísra viðskiptavina Bíla- og tækjafjármögnunar.

Óverðtryggðir fastir vextir

Boðið er upp á bílasamninga sem jafngreiðslusamning (annuitet) með föstum vöxtum í 360 mánuði og mánaðarlegum afborgunum. Landsbankinn er skráður eigandi á samningstímanum en í lok samningstímans eignast þú tækið.

 • Allt að 70% fjármögnun
 • Samningstími er allt að 7 ár, að frádregnum aldri hjóls/sleða
 • Fastir vextir til 36 mánaða, nú 9,10%
 • Vextir eru auglýstir í vaxtatöflu Landsbankans
 • Jafngreiðslusamningur

Mánuði áður en bindingu lýkur hefur leigutaki val um að greiða fasta vexti í næstu 36 mánuði á þeim kjörum sem í boði verða eða endurfjármagna samninginn hjá Landsbankanum án stofnkostnaðar, velji leigutaki hins vegar ekkert færist samningurinn sjálfkrafa á óverðtryggða breytilega vexti að bindingu lokinni.


Skipt um hjól/sleða á lánstímanum

Það er auðvelt að skipta um hjól/sleða á lánstímanum. Við bjóðum þrjár leiðir:

Sameiningarlán: Þú getur fengið viðbótarfjármögnun með minni tilkostnaði ef gerður er nýr samningur.

Veðflutningur/Tækjaskipti: Þú flytur lánið einfaldlega yfir á nýja hjólið/sleðann. Kostnaðurinn er skv. verðskrá Landsbankans á hverjum tíma.

Uppgreiðsla: Þú getur einnig greitt upp lánið án nokkurs aukakostnaðar.

Gjöld