Lán og fjármögnun

Landsbankinn býður fjölbreyttar fjármögnunarleiðir sem er ætlað að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina. Komdu við í næsta útibúi og fáðu aðstoð starfsfólks við að meta hvaða leiðir henta þér best.

Framboð lána

Íbúðalán

Landsbankinn býður fjölbreytta valkosti þegar kemur að fjármögnun á íbúðakaupum til eigin nota. Lánshlutfall íbúðalána er allt að 85% af kaupverði íbúðar.

Bílafjármögnun

Landsbankinn býður upp á fjölbreyttar leiðir til að eignast nýjan eða notaðan bíl. Fyrirtæki geta einnig fundið hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum.

Fasteigna- og framkvæmdalán

Viðskiptavinum sem stefna að endurbótum á íbúðarhúsnæði
eða framkvæmdum við nýbyggingar standa til boða hagstæð langtímalán.

Skammtímalán

Landsbankinn býður viðskiptavinum upp á nokkrar leiðir til skammtímafjármögnunar.

Lánshæfismat

Landsbankinn lánshæfismetur reglulega lánþega bankans með sjálfvirkum hætti. Lánshæfismatið metur hversu líklegt er að lánþegi geti efnt núverandi lánssamning sinn við bankann, þ.e. hvort hann muni standa skil á afborgunum af lánum sínum næstu tólf mánuði. Lánshæfismatið er ekki greiðslumat og segir því ekki til um hver greiðslugeta lánþegans er eða hvort hann ráði við að auka við útlán sín.

Hófleg skuldsetning og sparnaður hafa almennt jákvæð áhrif á lánshæfismatið en vanskil hafa neikvæð áhrif. Til að viðhalda góðu

lánshæfi er því nauðsynlegt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir af lánum á tilskildum tíma.

Lánshæfismatið er m.a. notað til að taka ákvarðanir um veitingu útlána, við greiningu á gæðum lánasafns bankans og til að meta hversu mikið eigið fé bankinn þarf á að halda til að mæta áhættunni í lánasafninu.