Greiðslukort

Landsbankinn býður fjölbreytt úrval greiðslukorta, debet- og kreditkorta. Eiginleikar kortanna eru ólíkir en allir ættu að finna greiðslukort sem hæfir þörfum þeirra.

Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval  Visa kreditkorta, hvert með mismunandi tryggingar, fríðindi og árgjöld.

 • Námu A-kort:
  Fyrir Námufélaga Landsbankans og sniðið að þörfum ungs fólks.
 • Almennt kort:
  Fyrir þá sem vilja ódýrt kreditkort til daglegra nota innanlands.
 • Svart A-kort:
  Flott kort á hagstæðu verði með góðar ferðatryggingar og fríðindi.
 • Gullkort:
  Kort með rýmri úttektarmörk og góðar ferðatryggingar.
 • Platinumkort:
  Kort með há úttektarmörk, mjög góðar ferðatryggingar og fríðindi.

Nánar

Tryggingar og neyðaraðstoð


Debetkort

Nýtt debetkort Landsbankans er hefðbundið debetkort en með nýjum kostum sem gera verslun og þjónustu þægilegri og öruggari. En með debetkortunum er hægt að greiða snertilaust, versla á netinu og nota á fjölmörgum sölustöðum um allan heim.

 • Nýtt debetkort sem færir þér nýja valmöguleika
 • Snertilausar greiðslur gera verslun og þjónustu einfaldari og þægilegri
 • Hægt að greiða fyrir verslun eða þjónustu í netverslunum.
 • Hægt að nota hjá öllum söluaðilum sem taka við debetkortum, innanlands og erlendis.

NánarAukakrónur

Viðskiptavinir með Aukakrónusöfnun safna fríðindum af allri innlendri verslun með kreditkorti, fá viðbótarsöfnun með viðskiptum við samstarfsaðilana auk þess sem viðskiptavinir í Vörðu og Námu fá Aukakrónur fyrir ýmis viðskipti við Landsbankann.

Nánar

Tengt efni

Gjafakort Landsbankans

Ertu í vandræðum með að finna réttu gjöfina? Þá erum við með góða lausn fyrir þig. Gjafakort Landsbankans, gjöf sem hentar öllum. Gjafakortið er allt í senn, gjöf, umbúðir og kort.

Nánar