Western Union

Þjónusta Western Union gengur mjög hratt fyrir sig og tekur hver sending að jafnaði einungis fáeinar mínútur allt frá því greiðsla er innt af hendi þar til peningarnir eru tilbúnir til útborgunar í öðru landi. Greiðslur í gegnum Western Union falla undir lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992.

Peningar til yfir 200 landa á innan við 10 mínútum

Landsbankinn býður nú upp á hraðsendingarþjónustu Western Union í flestum útibúum sínum, víða um land. Western Union hefur í meira en 150 ár boðið upp á rafrænar peningasendingar um allan heim. Afgreiðslustaðir Western Union eru yfir 270 þúsund talsins í um 200 löndum og eru víðast hvar í heiminum mjög aðgengilegir.

Upplýsingar um umboðsaðila í öllum löndum er hægt að finna á vef Western Union með því að smella á flipann „find agent location“ .

Þjónusta Western Union hentar bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að senda peninga milli landa. Algengt er að einstaklingar sem búsettir eru utan síns heimalands noti þessa þjónustu til að senda fjármuni til ættingja og vina í sínum fyrri heimkynnum. Þá er þjónusta Western Union einnig mikið notuð fyrir peningasendingar til fjarlægari landa t.d. í Afríku og Asíu svo og Austur-Evrópu.

Upplýsingar um sendanda og viðtakanda

Sendandi þarf að gefa upp fullt nafn og land viðtakanda. Viðtakandi greiðslunnar þarf ekki að eiga reikning í banka viðtökulandsins, en hver færsla fær sendingarnúmer þegar hún er send. Viðtakandi getur svo vitjað greiðslu með því að framvísa sendingarnúmeri og skilríkjum á hvaða afgreiðslustað Western Union sem er í viðtökulandi.

Kostnaður við sendingar

Upplýsingar um kostnað við sendingar með Western Union færslum er hægt að nálgast hér á vefnum eða í næsta afgreiðslustað Landsbankans. Allar sendingar frá Íslandi eru greiddar í íslenskum krónum, en greiddar út í gjaldmiðli viðtökulands. Umboðsaðilar í nokkrum löndum greiða að auki út sendingar í dollurum og/eða evrum.

Afgreiðslustaðir

Hraðsendingar Western Union eru í boði í öllum útibúum Landsbankans að undanskildum Grafarholti, Vesturbæ og Hafnarfirði.